Tuesday, August 5, 2008

Back to Southern California


Ég er kominn í veður blíðuna aftur, annars var veðrið á Íslandi þessar sex vikur bara nokkuð
gott nema kanski tvær vikur var súld og þoka. Fyrst kom ég til Gunnu og Jörvars í Mosó en Ingvar og Jörvar sóttu mig út á Keflavíkurflugvöll. í Mosó var ég í rúma viku,
og síðan fór eg með Óa austur á Eskifjörð, en Ói og Þorbjörg voru í Reykjavik. Síðan var farið með Páli vestur í Djúpadal og daginn eftir áfram til Jennýar í Súðavík, En Palli og Benna fóru í Flæðareyrina. Svo var farið aftur til Eskifjarðar með tveggja daga stopp í Djúpadal. Síðan fór eg með Óa suður til Brynju og skruppum við til Gullfoss og Geysir. Næsta dag var farið til Reykjavíkur, en Ói og Þorbjörg voru að fara til USA/Canada daginn eftir að eg fór til Californíu.
Þettað er svona í stórum dráttum sem eg ferðaðist en það var farið og stoppað víða sérstaklega á
Austfjörðum með Óa Helga og Palla og það var mikið dekrað við mig alltaf hvert viltu fara og hvað villtu borða eða drekka. Þettað er víst nóg í bili. Ég þakka öllum kærlega fyrir mig og vonast til að sjá ykkur fljótlega aftur. Kveðja Ásgeir.