Tuesday, August 5, 2008

Back to Southern California


Ég er kominn í veður blíðuna aftur, annars var veðrið á Íslandi þessar sex vikur bara nokkuð
gott nema kanski tvær vikur var súld og þoka. Fyrst kom ég til Gunnu og Jörvars í Mosó en Ingvar og Jörvar sóttu mig út á Keflavíkurflugvöll. í Mosó var ég í rúma viku,
og síðan fór eg með Óa austur á Eskifjörð, en Ói og Þorbjörg voru í Reykjavik. Síðan var farið með Páli vestur í Djúpadal og daginn eftir áfram til Jennýar í Súðavík, En Palli og Benna fóru í Flæðareyrina. Svo var farið aftur til Eskifjarðar með tveggja daga stopp í Djúpadal. Síðan fór eg með Óa suður til Brynju og skruppum við til Gullfoss og Geysir. Næsta dag var farið til Reykjavíkur, en Ói og Þorbjörg voru að fara til USA/Canada daginn eftir að eg fór til Californíu.
Þettað er svona í stórum dráttum sem eg ferðaðist en það var farið og stoppað víða sérstaklega á
Austfjörðum með Óa Helga og Palla og það var mikið dekrað við mig alltaf hvert viltu fara og hvað villtu borða eða drekka. Þettað er víst nóg í bili. Ég þakka öllum kærlega fyrir mig og vonast til að sjá ykkur fljótlega aftur. Kveðja Ásgeir.

Monday, June 2, 2008

Mercedes.


Héðan er allt gott að frétta sól og blíða. Það er fullt að gera núna, margir vilja láta líta á bílana sína áður en eg fer til Íslands.

Laguna Beach.


Á Sunnudagin heimsóttum við Ben og Gígí í Laguna Beach og tókum með okkur allan matin samlokur, pizza, kjúkling. kók vín, og fleira svo var etið drukkið og súngið.
Ben og gígí biðja að heilsa öllum sem muna eftir þeim úr Dæönu & Mike's brúðkaupi april 07.

Tuesday, May 27, 2008

Bike ride.

Í dag var hjólað niður á strönd í blíðskapa veðri að sjálfsögðu.
Dyana með hundin, Mike, Brian, Asgeir, og Johnal.

Sunday, May 11, 2008

Iceland

Það er farið að styttast í Íslands ferðina eða um þrjár vikur þar til lakt verður af stað.
maður er farinn að hlakka til að komast í góðan Islenskan mat eins og svið og skötu og svoleiðis
og svo að sjálfsögðu alltaf gaman að sjá og spjalla við fjölskilduna og vini. Maður vonar að það verði svona sæmilekt veður í Júní og Júlí. Jæja þettað er nóg af bullinu í bili: Kv ÁL

Thursday, May 1, 2008

66 Mercedes Coupe

Fórum í dag ég og kunningi minn til Palm Springs að skoða 1966 Mercedes 250 SE Coupe sem er til sölu,
en það tekur næstum því tvo tíma að keira aðra leiðina frá Costa Mesa. Veðrið var gott ekkert of heitt eða um 24 gráður. Þegar búið var að skoða bílin var farið á kínverskan veitinga stað til að éta og ræða málin. Síðan var gert 12 þúsund Dollara tilboð í bílin. Svo fáum við að vita eftir 3 daga kvort einkver var með hærra tilboð.

GLEÐILEGT SUMAR!

Friday, February 29, 2008

Citroen.


Here is a picture of a 1971 Citroen (DS Station Wagon) at the top of a mountain.